top of page

Við skólann starfaði til fjölda ára Elínborg Margrét Jónsdóttir. Hún hóf að kenna við skólann árið 1945 og hætti árið 1985. Hún hætti þó ekki að starfa við skólann, heldur tók að sér stundakennslu og umsjón bókasafns, til ársins 1995, þá 74 ára gömul. Elínborg lést þann 7. janúar 2007.

 

Í Húnavöku 48. árgangi, árið 2008 er skrifuð minningargrein um Elínborgu af sr. Fjölni Ásbjörnssyni. Ef þið ýtið á nafnið hennar sjáið þið greinina.

 

 

Hér má finna viðtal sem tekið var við Elínborgu árið 1992. Athugið að viðtalið er í tveimur hlutum.

 

Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er tileinkaður henni og við Höfðaskóla kallast sá dagur „Elínborgardagur“. Sá dagur er því haldin hátíðlegur í hennar minningu. Nemendur undirbúa skemmtiatriði sem flutt eru í Fellsborg og kaffiveitingar eru eftir skemmtiatriðin. Það eru allir velkomnir og aðgangseyri er stillt í hóf.

bottom of page