top of page
Frístundaver Höfðaskóla

 

Frístund, heilsdagsvistun fyrir börn á yngsta stigi (1.-4. bekk) Höfðaskóla, hóf starfsemi í ágúst 2012.  Skráning er opin fram í september og geta börnin komið og prufað vistun án gjalds í þann tíma.

 

Hægt er að skrá barn í einn mánuð í senn og börn geta sótt Frístund einn og einn dag ef óskað er eftir því. 

 

Frístund er opin frá kl. 13.00-16.00 alla virka daga (ekki skipulagsdaga) og við reynum einnig að hafa opið hjá okkur á skertum dögum. 

 

Starfsfólk fer með börnin í hádegismat, sinnir gæslu þar (ásamt skólaliðum) og fylgja þeim svo aftur til baka í skólahúsnæðið. Við sjáum til þess að börnin sem eiga að sækja íþróttaskóla, sem er á vegum Fram, geri það, og að þau börn sem stunda tónlistarnám á tíma Frístundar geri það samviskusamlega.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi Frístund getið þið sent tölvupóst á: hofdaskoli@skagastrond.is

 

Frístund er komin með farsíma. Símanúmerið er: 867 9725

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page