öfðaskóli
Skagaströnd
H
Skólareglur
-
Við sýnum starfsfólki, kennurum og nemendum virðingu, tillitssemi og kurteisi.
-
Við mætum stundvíslega og vel undirbúin í allar kennslustundir.
-
Við vinnum vel í kennslustundum og virðum rétt annarra til þess sama.
-
Við göngum snyrtilega um skólann og skólalóðina.
-
Við berum öll ábyrgð á okkar eigin hegðun.
Rán
Allir nemendur 8. -10. bekkjar eru félagar í skólafélaginu. Nafn félagsins er Skólafélagið Rán og starfar það samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Kosið er í stjórn félagsins að hausti. Kosnir eru nemendur úr hverjum árgangi tveir úr 8.bekk, þrír úr 9.bekk og þrír úr 10.bekk og skipta þeir með sér verkum, formaður félagsins skal að jafnaði vera úr 10. bekk. Auk þess skulu tveir fulltrúar úr stjórn félagsins sitja í skólaráði. Félagið vinnur m.a. að félags- og hagsmunamálum nemenda t.d. að standa fyrir skemmtilegum uppákomum í skólanum og að afla fjár vegna skólaferðalags. Félagslíf nemenda er á ábyrgð stjórnar og er háð þátttöku nemenda í undirbúningi og framkvæmd.
Umsjón með skólafélaginu...
Stjórn skólafélagsins árið 2015-2016
10. bekkur
Harpa Hlín Ólafsdóttir
Valgerður Guðný Ingvarsdóttir
Viktor Már Einarsson
9. bekkur
Aníta Ósk Ragnarsdóttir
Benóný Bergmann Hafliðason
Guðný Eva Björnsdóttir
8. bekkur
Dagur Freyr Róbertsson
Freydís Ósk Kristjánsson
Valgreinar
Nemendur í 8.- 10.bekk velja alls 8 kennslustundir.
Veturinn 2015-2016 er eftirfarandi í boði:
Skólahreysti
Heilsufræði
Einkaþjálfun
Íþróttaæfingar
Verkefnavinna
Heimilisfræði
Ljósmyndun
IKG
Snyrtifræði
Leiklist
Tónlistarskóli
Samstarf við Nes listamiðstöð
Fjarnám við framhaldsskóla
|
Undirheimar
Undirheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla. Félagsmiðstöðin stendur fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum á skólaárinu.
Undirheimar eru opnir á þriðju- og fimmtudagskvöldum, kl 20:00 - 22:00 yfir vetrartímann, nema annað sé auglýst.
Námsvefir
Gagnlegar upplýsingar
Skólaárinu er skipt í tvær annir. Í lok annar eru foreldraviðtöl og er þar farið yfir námsframvindu. Nemendadagar eru að þessu sinni 180 dagar.
Lengd skóladags er breytileg eftir aldri nemenda. Skóladagurinn hefst klukkan 8:10
Yngstu nemendurnir, þeir sem eru í 1.-4. bekk eru búnir kl. 12:30 alla daga. Eftir það eiga þeir kost á að borða í mötuneytinu og dvelja í Frístund fram til kl. 16:00.
Miðstigið, nemendur í 5.-7. bekk, er í skóla til 12:30 á föstudögum, til 13:50 þrjá daga og til 14:30 einn dag.
Unglingastigið, nemendur í 8.-10. bekk, eru mislengi í skólanum, allir nemendur eru til 11:50 en fer það svo eftir vali nemenda hversu lengi þeir eru frammá daginn. Hver nemandi hefur því sér stundatöflu.
Helstu viðburði skólaársins má sjá á skóladagatali.