top of page

Verkefnastjóri sérkennslu skólans er Sigurbjörg Agnes Sævarsdóttir
Netfang: agnes@hofdaskoli.is

Hvað er sérkennsla?
Sérkennsla er það þegar nemendur fá sérstaka námsaðstoð í tilteknum námsgreinum eða almennt, um lengri eða skemmri tíma.

Í 3. grein reglugerðar um sérkennslu segir m.a.:
“Sérkennsla felur í sér verulegar breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á.”

Sérkennslan fer ýmist fram innan eða utan bekkjar og er hugsað sem stuðningur við nemanda eða nemendahóp. Áherslan er ýmist á stuðningsmiðað nám sem veitir nemendum stuðning við hefðbundið námsefni bekkjarins eða þroskamiðað nám sem stuðlar að auknum þroska á hinum ýmsu þroskasviðum, t.d. skyn- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, málþroska, félags- og tilfinningaþroska.


Sérkennsluúræðin geta verið eftirfarandi:

  • Aðstoð við nám samkvæmt námsáætlun bekkjarins -stuðningsmiðað nám. 

  • Sérkennsla samkvæmt einstaklingsnámsáætlun - þroskamiðað og/eða stuðningsmiðað nám. 

  • Ráðgjöf þar sem sérkennari er foreldrum og umsjónarkennurum til ráðgjafar við val á námsefni fyrir nemendur með miklar sérkennsluþarfir.


Hlutverk verkefnastjóra:

  • Er tengiliður skólans við starfsmenn fræðsluskrifstofu, sérkennslufulltrúa, sálfræðing og aðra utanaðkomandi sérfræðinga og situr fundi með þeim eftir þörfum.

  • Skipuleggur og situr fundi með þeim kennurum skólans er sinna sérkennslu.

  • Situr fundi í nemendaverndarráði.

  • Heldur utan um öll gögn sem tengjast stuðnings- og sérkennslunemendum.

  • Kemur upplýsingum, sem varða nemendur með sérþarfir, til umsjónarkennara þeirra og annarra sem málið varðar.

  • Veitir kennurum ráðgjöf varðandi nemendur með sérþarfir.

  • Hefur umsjón með því að gerðar séu einstaklingsnámskrár fyrir þá nemendur sem þurfa stuðnings- og sérkennslu og aðstoðar umsjónarkennara/kennara við gerð þeirra.

  • Fylgist með útgáfu námsbóka og gagna sem henta fyrir sér- og stuðningskennslu og sér um að slíkt sé til í skólanum. 

  • Sér um að reglulegt námsmat sé framkvæmt á sér- og stuðningskennslunemendum. 

  • Leggur fyrir Tove Krogh, Talnalykil og önnur þau greiningarpróf sem þörf er talin á.

  • Skilar til skólastjóra skriflegri skýrslu um sér- og stuðningskennslunemendur í lok hverrar annar.

  • Verkefnastjóri er ábyrgur gagnvart skólastjóra og vinnur undir hans stjórn. 

Sér- og stuðningskennsla Höfðaskóla
bottom of page