top of page

RÝMINGARÁÆTLUN

Rýmingaráætlun

Gerist þess þörf að rýma skólann er gefið merki með hringingu skólabjöllu- hringingin verður þá samfelld.

 

Teikning af stystu leið út úr skólanum er í hverri skólastofu og yfirlitsteikningar af útgönguleiðum eru báðum hæðum skólans og í íþróttahúsi.

 

Kennari stýrir því á hvaða hátt nemendur yfirgefa skólastofu.

 

Nemendur skulu haldast í hendur og mynda keðju- verði því komið við.

 

Kennari stýrir för og leiðir nemendur að söfnunarsvæði skólans sem er körfuboltavöllur við íþróttahús. Nemendur skulu stilla sér upp í einfalda röð að baki kennara.

 

Þegar kennari er kominn á söfnunarsvæði með sinn hóp og hefur fullvissað sig um að allir hafi komist á áfangastað lyftir hann hönd hátt á loft og gefur söfnunarstjóra(skólastjóra) merki. Söfnunarstjóri kemur þá, tekur manntal og gefur fyrirmæli um hvað skuli gera.

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page