öfðaskóli
Skagaströnd
H
STARFSÁÆTLUN - INNRA MAT
Innra mat |
Við skólann starfar teymi að innra mati á skólastarfi eins og kveðið er á um.
Stefna skólans eða yfirmarkmið hans koma fram í einkunnarorðunum: Vinsemd, virðing, styrkur. Þar er vísað til þess að öllum beri að sýna samferðafólki sínu vinsemd og virðingu þrátt fyrir að við séum ólík og jafnvel ósammála um mikilvæg atriði. Vinsemd og virðingu er ekki hægt að kaupa sér heldur verður maður að öðlast hvort tveggja með eigin framkomu og hegðun. Styrkur vísar til að til þess að vera virkur og hamingjusamur einstaklingur í lýðræðislegu samfélagi er ekki nóg að vera læs og skrifandi. Allir þurfa að efla styrk sinn á breiðu sviði, líkamlega, félagslega, andlega og námslega án þess þó að það komi niður á öðrum. Til að meta þessa þætti var m.a. spurt um líðan nemenda í skólanum, eineltiskannanir gerðar, öflugt félagslíf metið huglægt auk formlegra prófa í einstökum námsgreinum. Auk þess teljum við að frammistaða nemenda og framkoma á hinum ýmsu „milli skóla“ atburðum s.s. keppnum, skólabúðum og skólaferðalögum sé ágætur mælikvarði á líkamlegan, andlegan og félagslegan styrk nemendanna auk hins námslega. Þar hefur skólanum gengið mjög vel og ávallt hlotið bestu einkunn þeirra sem að slíku standa hverju sinni.
Gerðar eru áætlanir um það sem taka þarf fyrir hverju sinni og niðurstöður svo birtar í skýrslu að vori.