top of page
Hlutverk samskiptateymis

 

Í Höfðaskóla er starfandi ráðgefandi og faglegt samskiptasteymi sem er starfsfólki m.a. til stuðnings og ráðgjafar við úrlausn samskiptavandamála og eineltismála. 

 

Fulltrúar teymisins eru umsjónarkennurum til aðstoðar í alvarlegum eineltisviðtölum, ef óskað er eftir því. Einnig geta þeir tekið að sér viðtöl fyrir kennara í erfiðari málum.

 

Unnið er samkvæmt Olweusarkerfinu og hans aðferðafræði beitt í viðtölum við gerendur, þolendur og foreldra. Teymið miðlar sérfræðiþekkingu og heldur saman upplýsingum. Teymið á ennfremur að vera hvetjandi í því að viðhalda Olweusaráætluninni í skólanum, t.d. með umræðu, upplýsingamiðlun og fræðslu til starfsmanna auk árvissrar eineltiskönnunar í nóvember. Teymið getur vísað málum til nemendaverndarráðs ef það telur þess þörf.

 

Í teyminu eru: Dagný Rósa Úlfarsdóttir teymisstjóri, Helga Gunnarsdóttir, Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Sigurður Heiðarr Björgvinsson

bottom of page