top of page

Ævar vísindamaður - viðurkenningar

1.mars lauk lestrarátaki Ævars vísindamanns, það hafði þá staðið frá 1.janúar. Í dag voru veittar viðurkenningar og verðlaun til nemenda. Allir þeir sem tóku þátt í átakinu fengu viðurkenningarskjal og voru jafnframt í potti þar sem dregnir voru út nokkrir vinningar. Hvert stig fékk gjafabréf fyrir pizzu í Bjarmanesi, hjá Liyu og Ebba. Það voru Aþena Guðbjörg (yngsta stig), Sóley Sif (miðstig) og Magnús Sólberg (efsta stig) sem voru svo heppin. Einnig var dregin út nemandi sem fékk hamborgara og franskar hjá Olís og það voru allir nemendur sem gátu verið svo heppnir en það var Þórdís Katla í 4.bekk sem fékk þann glaðning. Auk þess fékk einn nemandi glaðning frá Olís (hamborgari og franskar) fyrir flest lesnar bækur í öllum skólanum og það var Karen Líf í 7.bekk sem var svo heppin, fyrir að lesa 129 bækur á tímabilinu. 2.bekkur fékk bókina Draugastrákurinn dapri fyrir að vera sá bekkur sem las flestar bækur en þau lásu 225 bækur samtals.

Í 1.bekk var það Sæþór Daði sem las flestar bækur og fékk Risabókina.

Í 2.bekk var það Aníta Ýr sem las flestar bækur og fékk Benedikt búálfur - runni risi.

Í 3.bekk var það Andri Snær sem las flestar bækur og fékk Skúli verður ríkur í hvelli.

Í 4.bekk var það Steinunn Kristín sem las flestar bækur og fékk Bíttu á jaxlinn, Binna mín.

Í 5.bekk var það Mathis sem las flestar bækur og fékk Kidda klaufa.

Í 6.bekk var það Sóley Sif sem las flestar bækur og fékk Harry Potter - bölvun barnsins.

Í 7.bekk var það Karen Líf sem las flestar bækur og fékk Harry Potter - bölvun barnsins.

Í 8.bekk var það Mikael Garðar sem las flestar bækur og fékk Leyndardómur ljónsins.

Í 9.bekk var það Ingólfur Eðvald sem las flestar bækur og fékk Koparborgin. Hins vegar voru það þeir Ingólfur, Magnús Sólberg og Ólafur sem lásu jafn margar bækur og þurfti því að draga á milli þeirra.

Í 10.bekk var það Dagný Dís sem las flestar bækur og fékk Náðarstund.

Við óskum öllum þessum nemendum til hamingju, sem og öllum sem tóku þátt! Alls voru lesnar hvorgi meira né minna en 729 bækur lesnar á tímabilinu - þ.e. sem voru skráðar og skilað í átakið!

Núna er að halda áfram, æfa sig og njóta þess að lesa. Við tökum svo aftur upp þráinn 1. janúar 2019 :-)

Við viljum þakka Bjarmanesi (Liyu og Ebba) og Olís (Róbert) kærlega fyrir stuðninginn. Einnig stjórnendum skólans fyrir bókagjafir. Það er ómetanlegt að finna fyrir velvilja og stuðningi samfélagsins í garð skólans :-)


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page