Vináttudagurinn
Hér eru myndir af vináttuskrúðgöngunni. Eins og sjá má fóru allmargir þessa frægðarför og sést glögglega að þeir hugleiða gildi vináttunnar á göngunni. Til þess að breiða út vináttuboðskapinn útbjuggu nemendur flöskuskeyti sem voru afhent niðri á höfn. Vonir standa til að þau berist til fjarlægra landa og hafi áhrif á viðtakendurna. Hugsunin er sú að hugarfarið skipti mestu og með góðu fordæmi og með því að hvetja aðra til að hugsa um hið góða og fagra í lífinu og að gera lífið þannig sem notalegast.