top of page

Litla framsagnarkeppnin

Þriðjudaginn 11. febrúar var Framsagnarkeppni Höfðaskóla haldin. Nemendur í 5.-7.bekk komu saman í kirkjunni og lásu ýmist ljóð eða sögubút og las 7. bekkur hvort tveggja. Lesefni nemenda eru valið úr efni Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er um allt land. Hér í Húnavatnssýslunum kallast sú keppni Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi. Nokkuð var um foreldra og aðra aðstandendur sem komu til að hlusta á og hvetja nemendur til dáða. Dómnefndina skipaði Trostan Agnarsson, Bryndís Valbjarnardóttir og Guðjón E. Ólafsson. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu en dómnefnd valdi að auki þrjá úr hverjum árgangi sem taldir voru skara fram úr. Í 5. bekk var röðin þessi: 1. sæti Arna Rún Arnarsdóttir 2. sæti Ólafur Halldórsson 3. sæti Magnús Sólberg Baldursson Í 6. bekk var röðin: 1. sæti Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir 2. sæti Dagur Freyr Róbertsson 3. sæti Jóhann Almar Reynisson Í 7. bekk: 1. sæti Laufey Lind Ingibergsdóttir 2. sæti Aníta Ósk Ragnarsdóttir 3. sæti Guðný Eva Björnsdóttir Sigurvegarar úr 7. bekk munu keppa fyrir hönd skólans í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem haldin verður í Fellsborg þriðjudaginn 11. mars kl 14:00.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page