Til hamingju Páll!
Föstudaginn 4.maí fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í 17 ár. Gaman er að segja frá því að Páll Halldórsson lenti þar í öðru sæti. Í fyrsta sæti var Björn Vilhelm Ólafsson, Grunnskóla Fjallabyggðar og í þriðja sæti var Guðjón Alex Flosason, Grunnskólanum á Hólmavík. Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í mars og tóku 170 nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslitakeppnina.