top of page

Útivist & Björgunarsveitin Strönd

Krakkarnir sem hafa verið í útivist í vetur fóru í lok aprílmánaðar í ferð með Björgunarsveitinni Strönd. Fyrst var komið við í Grettislaug til að gera okkur hrein og fín og fórum við og hittum Skagfirðingasveit. Þar tók á móti okkur hresst björgunarsveitafólk sem sagði okkur frá sínu starfi, einnig fengum við að prufa klifurvegginn. Þaðan lá leiðin í skála þar sem unglingarnir komu sér fyrir á meðan aðrir grilluðu og eftir matinn var spilað og spjallað og kveikt varðeld.

Daginn eftir voru sjúkrabörurnar prufaðar og svo var haldið í göngu upp að fossum þar sem björgunarsveitabílarnir biðu eftir okkur. Þaðan fórum við svo í heimsókn í Blönduvirkjun þar sem við fengum að skoða okkur um.

 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page