top of page

Hjálmanotkun á skólalóð

Við í Höfðaskóla viljum að allir séu öruggir á skólalóðinni. Mikilvægt er að þeir sem stunda hjólreiðar, hlaupa um á hlaupahjólum eða hjólabrettum/línuskautum noti reiðhjólahjálma - og þá sérstaklega á skólalóðinni á skólatíma. Við biðjum því foreldra að minna börnin sín á þetta og passa uppá að þau noti hjálmana - auðvitað ekki bara á skólalóðinni, heldur alltaf.

Frístund er starfandi til kl. 16.00 alla virka daga og eru þau mikið að leika sér á skólalóðinni á þeim tíma. Það er mikilvægt að þau búi að öruggu umhverfi og einnig að eldri krakkar séu þeim góðar fyrirmyndir þegar kemur að hjálmanotkun.

Hvetjið krakkana til að nota hjálmana - á reiðhjólum, hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum.

hjalmur.jpg

Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page