top of page

Vilko tilraunir

2014-10-07 14.34.47.jpg

Eftir heimsókn heimilisfræðivals í Vilko var ákveðið að hafa tilraunatíma í skólaeldhúsinu. Kári framkvæmdastjóri hafði sagt frá að kakósúpugrjónagrautur væri lostæti. Við ákváðum því að prófa og uppskriftin er eftirfarandi, fengin af heimasíðu Vilko: 1 pk kakósúpa elduð eftir leiðbeiningum á pakka, 2 pakkar Tilda hrísgrjón soðin eftir leiðbeiningum á pakka. Þessu blandað saman og úr verður dýrindis súkkulaðigrjónagrautur.

Eins þurfti að nota súkkulaðið og var það brætt og borið fram með niðurskornum ávöxtum, þótti hið mesta sælgæti, enda hágæða belgískt súkkulaði. Mælum við með ávöxtum og Vilko súkkulaði þegar fólk vill gera vel við sig.

Að lokum gerðu nemendur samanburðartilraun á Vilko pönnukökum og heimatilbúnum pönnukökum. Stuðst var við uppskrift úr bókinni Heimilisfræði II, margreyndri uppskrift og Vilko pönnukökurnar voru búnar til samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Nemendur prófuðu blindandi báðar tegundir og skiptist hópurinn í tvennt varðandi niðurstöðu, enda er smekkur fólks misjafn. En Vilko pönnukökurnar brögðuðust vel, hvort sem var upprúllaðar með sykri eða með sultu/súkkulaði og rjóma og sama má segja um heimatilbúnu pönnsurnar.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page