top of page

Útikennsla í skák

Síðastliðið vor bjuggu nemendur á unglingastigi til stóra taflmenn sem hugsaðir voru til útikennslu. Í haust útbjuggu nemendur í 7.bekk útitafl við skólann með því að mála á hellurnar fyrir framan suðurinnganginn. Það voru síðan nemendur 6.bekkjar sem vígðu útitaflið einn góðviðrisdaginn í haust. Nemendum var skipt í tvö lið, stúlkur á móti strákum og unnu stúlkurnar þessa viðureign. Ekki var annað að sjá en nemendum líkaði vel að fara út og tefla.


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page