Útikennsla í skák
- hofdaskoli
- Oct 24, 2014
- 1 min read
Síðastliðið vor bjuggu nemendur á unglingastigi til stóra taflmenn sem hugsaðir voru til útikennslu. Í haust útbjuggu nemendur í 7.bekk útitafl við skólann með því að mála á hellurnar fyrir framan suðurinnganginn. Það voru síðan nemendur 6.bekkjar sem vígðu útitaflið einn góðviðrisdaginn í haust. Nemendum var skipt í tvö lið, stúlkur á móti strákum og unnu stúlkurnar þessa viðureign. Ekki var annað að sjá en nemendum líkaði vel að fara út og tefla.
Yorumlar