top of page

Nemendaviðtöl og frammistöðumat.

Miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi er nemendaviðtalsdagur þar sem nemendur og foreldrar/forráðamenn koma á boðaðan viðtalsfund. Búið er að opna fyrir frammistöðumat í Mentor. Hægt er að fara inn í kerfið bæði á foreldra- og nemendaaðgangi. Þetta mat er svo notað í viðtalinu. Leiðbeiningar um hvar þið finnið frammistöðumatið er hægt að sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=pNPVvqeV-uY Ætlast er til að foreldrar og nemendur séu saman þegar matið er fyllt út. Athugið að neðst í frammistöðumatinu sést hvað hvert tákn þýðir. Lokað verður fyrir matið mánudaginn 3.nóvember. Hafið samband við skólann ef upp koma vandamál.

Vert er að minna á að föstudaginn 31. okt. er starfsdagur kennara og því frí hjá nemendum.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page