top of page

Stóra upplestrarkeppnin - úrslit

Í dag fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Hólaneskirkju. Gaman var að sjá hve margir sáu sér fært að mæta til að styðja nemendur.

Að venju stóðu nemendur sig mjög vel. Það var því erfitt hlutverk dómnefndar að velja á milli nemenda í þremur efstu sætin í hverjum bekk. Dómnefndina skipuðu, Bryndís Valbjarnardóttir, Dagný Marín Sigmarsdóttir og Lárus Ægir Guðmundsson. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að styðja skólann með þessum hætti.

Úrslit voru eftirfarandi:

  • Í 5.bekk var Almar Atli í þriðja sæti, Sindri Freyr í öðru sæti og Jón Árni í fyrsta sæti.

  • Í 6.bekk voru tveir nemendur jafnir í þriðja sæti, þau Ólafur og Ástríður Helga, í öðru sæti var Magnús Sólberg og í fyrsta sæti var Arna Rún.

Þá voru það úrslit í 7.bekk, en þau sem þar lentu í efstu þremur sætunum munu fara fyrir hönd Höfðaskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður 10. mars næstkomandi.

  • Í þriðja sæti var Jóhann Almar, í öðru sæti Dagur Freyr og í fyrsta sæti Snæfríður Dögg.

Það eru því Snæfríður Dögg, Dagur Freyr og Jóhann Almar sem munu keppa fyrir hönd Höfðaskóla 10.mars. Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Við óskum þessum flotta hóp til hamingju og öllum nemendum til hamingju með þátttöku þeirra.

Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu krökkum í framtíðinni!


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page