top of page

Árshátíðarundirbúningur !

Nú styttist í árshátíð nemenda. Undibúningur er komin á fullt hjá öllum bekkjum og mikil spenna :-)

Það verður því stór stund á föstudaginn, þegar loksins verða þessi frábæru atriði sýnd, foreldrum og öðrum aðstandendum.

Dagskrá er með nokkuð hefðbundnu sniði. Á föstudaginn er generalprufa, og þá sjá nemendur öll atriði. Nemendur mæta í Fellsborg kl 09:00, hins vegar er skólinn opin og geta nemendur mætt þar kl 08:00. Áætlað er að farið sé í mat kl 12:00 og skóladegi lokið, í bili, eftir hann. Frístund er að sjálfsögðu eins og vant er, og þangað fara þeim nemendur sem eru skráðir.

Nemendur mæta svo í Fellsborg um kvöldið. Húsið opnar kl 19:00, dagskráin byrjar kl 19:30. Athugið að nemendur borga EKKI inn, hins vegar kostar 1500.- fyrir aðra.

Við hlökkum til að sjá ykkur :-)


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page