top of page

Fágæti og furðuverk

Það er komið að lokum fyrri hluta verkefnisins Fágæti og furðuverk. Verkefnið fékk frábærar viðtökur, og er það afskaplega hvetjandi fyrir mig til að halda áfram. Ég mun bjóða upp á að þeir nemendur sem VILJA geta haldið áfram eftir páskafrí. Gert er ráð fyrir í verkefninu að það sé lagt tvisvar fyrir á vetri en þar sem svo stutt er til vors gefst ekki tími til að hafa tvo hópa, eins og það var núna. Þess vegna ákvað ég að fara þessa leið. Þeir sem hafa áhuga á að vera með, sendið mér póst á sonjad@simnet.is.

Það eru ýmis skemmtileg verkefni sem hafa borist mér. Einn nemandi var með pokann "tónlist" og var mikil ánægja með hann heima. Svo mikil að útbúin var diskur sem nemandinn útsetti lag og eitt lag sem nemandinn söng. Ég hef sett þessi lög inn á "læsi" linkinn hér á heimasíðunni.

Með kærri þökk fyrir frábær viðbrögð, Sonja Dröfn


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page