top of page

Hjálmar og fleira

Í gær fengu allir nemendur í 1.bekk hjálm að gjöf. Því er ágætt að minna á mikilvægi þess að allir séu með hjálm, og ekki síst þeir sem fullorðnir eru, því þeir eru fyrirmyndin :-)

Kennarar skólans fóru á Sauðárkrók í síðustu viku þar sem þeir fengu kynningu á spjaldtölvum í kennslu. Nemendur hafa þegar fengið að kynnast öllu því skemmtilega sem þar kom fram. M.a. spurningaleikur sem heitir "Kahoot" - endilega spyrjið nemendur hvað það er :-)

Á fimmtudaginn er frí í skólanum, Sumardaginn fyrsta og svo á mánudaginn hefst sund hjá okkur. Á sama tíma fellur íþróttakennsla niður.

Kv. starfsfólk Höfðaskóla


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page