top of page

Vortónleikar tónlistarskólans

Vortónleikar tónlistarskólans voru haldnir í Hólaneskirkju í dag, þann 7.maí. Að venju voru tónleikarnir hinir glæsilegustu og nemendur til algjörrar fyrirmyndar. Það er ánægjulegt að, í ekki stærra samfélagi, sé hægt að bjóða upp á svo fjölbreytt nám, en leikið er á píanó, þverflautu, blokkflautu, klarinett, gítar, bassa og trommur, auk þess sem nemendur sungu.

Við í Höfðaskóla þökkum kennurum tónlistarskólans fyrir samstarfið í vetur, það er frábært að fá að fylgjast með framförum nemenda og verður spennandi að sjá hvað tilvonandi vetur mun leiða af sér...

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page