top of page

Útivist og flipp :-)

Á morgun, miðvikudag, er útivistardagur hjá nemendum. Nemendur mæta kl 08:30 og eru til kl 12:00. Gott er að hafa í huga að, eins og venjulega, er skólinn opinn frá kl 07:30. Þeir nemendur sem ætla fá sér graut verða að mæta tímanlega og vera búnir að borða kl 08:30 :-) Munum eftir að klæða okkur eftir veðri og njóta þessa skemmtilega dags, en í ár er spennandi ratleikur... :-)

Á fimmtudaginn eru flippíþróttir. Bæjarbúar, sem nemendur, ættu að þekkja þennan viðburð, enda hefur verið árlegur nokkuð lengi. Nemendur mæta kl 08:30, en gott er að minna á að EKKI er boðið upp á graut þennan dag. Dagurinn endar svo á grillveislu, og áætlað er að nemendur séu búnir um kl 12:00.

Ávallt eru foreldrar velkomnir, þessa daga sem aðra :-)


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page