top of page

Skólaslit 2015

  • Sonja Dröfn
  • May 24, 2015
  • 1 min read

Skólaslit Höfðaskóla voru að venju í Fellsborg. Þar var þessi glæsilegi hópur 10. bekkingar útskrifaður, auk þess sem umsjónarkennari þeirra Trostan Agnarsson lét af störfum. Við þetta tækifæri lét Trostan þessi orð falla:

Á morgun

Oft hugsum við um það hvenær rétti tíminn sé til þess að takast á við eitt og annað og finnst okkur þá oft besta svarið vera: á morgun.

Svo líður tíminn og okkur finnst morgundagurinn ekki koma.

Kannski er það vegna þess að við þorum ekki að sjá hann og reynum að dvelja í skugga.

Til þess að sjá hann þurfum við að draga frá og þora að athuga hvað hann hefur upp á að bjóða.

Þannig geta dagarnir liðið hjá einn af öðrum án þess að við fáum notið þeirra og þannig hverfa tækifærin eitt af öðru og tíminn fer til einskis.

Vonandi eruð þið búin að ákveða hvað þið ætlið að gera á morgun.

11246587_10204570603767229_5870860857675549186_n.jpg


 
 
 

Comentarios


Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page