Upphaf skólastarfs
Þá er skólastarfið hafið og allt komið á fullt!
Við stefnum að skemmtilegum, fjölbreyttum og líflegum vetri með þessum frábæra hóp nemenda, aðstandenda og starfsfólks sem að skólanum koma.
Eins og tilkynnt var á skólasetningu er sundkennsla með örlitlu breyttu sniði, þar sem nemendur 1.-5.bekkur sækja sundtíma í tvær vikur og fer því að líða að lokum þeirra kennslu. Nemendur 6.-10. bekkjar munu svo hefðja sína sundtíma á mánudaginn kemur og vera í tvær vikur. Af þessum sökum hefst val nemenda í 8.-10. bekk síðar en venjan er, eða eftir að allri sundkennslu er lokið.
Ýmsar breytingar eru á starfi skólans, þar sem teymiskennsla stendur upp úr. En unnið er í teymum á miðstigi og efsta stigi. Í vor var byrjað að vinna í teymi á efsta stigi og því var aðeins farið að feta þann veg. Miðstigið byrjaði svo núna í haust. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þessa vinnu, verið þá ófeimin við að hafa samband við þá sem í skólanum starfa.