Lárus Ægir færir skólanum bækur
Lárus Guðmundsson kom færandi hendi í Höfðaskóla í dag þegar hann gaf bókasafni skólans bækurnar Leiklist á Skagaströnd 1895-2015, Sjómannadagurinn á Skagaströnd í 70 ár, Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd 80 ára, Kvenfélagið Eining Skagaströnd, Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300-2012 og Sjósókn á Skagaströnd & vélbátaskrá 1908-2010.
Við kunnum Lárusi bestu þakkir fyrir vitandi að bækur þessar eiga eftir að nýtast nemendum og kennurum vel á komandi árum.
Hér má sjá Lárus afhenda Báru og Veru bækurnar.