top of page

Reykjaskóli - ferðasaga

Mánudaginn 19. október lögðum við af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Það var búið að skipta okkur í þrjá hópa sem sameinuðust nemendum úr Húnavallaskóla, Myllubakkaskóla, Blönduskóla, Hrafnagilsskóla, Grunnskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Húnaþings vestra.

Á mánudeginum fórum við í tíma samkvæmt stundaskrá og fengum svo frjálsan tíma sem við nýttum ýmist í sund, ferð í náttúrupottinn o.fl..

Á þriðjudag og miðvikudag og héldum við áfram í tímum samkvæmt stundaskrá.

Fimmtudagurinn var skemmtilegasti dagurinn. Þá vorum við í tímum um morguninn, fórum svo í hópmyndatöku og eftir það var frjáls tími sem fór í að undirbúa hárgreiðslukeppnina sem allir strákarnir í bekknum tóku þátt í. Um kvöldið var svo síðasta kvöldvakan. Á kvöldvökunum sáu ýmist nemendur eða kennarar í Reykjaskóla um skemmtiatriði og á lokakvöldinu var diskó.

Á föstudeginum var svo kveðjustund þar sem við fórum í leiki og kvöddumst áður en allir héldu heim á leið. Ferðin var söngrík, skemmtileg, lærdómsrík og vel heppnuð í alla staði.

Kveðja

7. bekkur


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page