Heimsókn 10. bekkinga í VMA og MA
Þriðjudaginn 3.nóvember sl. fór 10.bekkur á Akureyri að skoða Verkmenntaskólann og Menntaskólann.
Farið var með nemendum Blönduskóla og skemmtilegur dagur varð úr þessari ferð.
Í Verkmenntaskólanum fengu þau leiðsögn tveggja fyrrverandi nemenda Höfðaskóla, þeirra Arons Breka og Guðrúnar Rósar.
Eftir gott hádegishlé í miðbænum var heimavistin skoðuð og vistarstjóri ræddi við nemendur um starfsemi hennar, reglur og kostnað.
Því næst var haldið í Menntaskólann, þar sem stjórn nemendafélagsins flutti kynningu um skólann og síðan var haldið í skoðunarferð um húsnæðið.
Eftir skemmtilegar heimsóknir var haldið á Glerártorg þar sem frítíminn var nýttur til ýmissa verkefna.
Það voru sælir en þreyttir ferðalangar sem komu heim um kvöldmatarleytið, margs fróðari eftir þessa ferð.