top of page

Heimsókn 10. bekkinga í VMA og MA

Þriðjudaginn 3.nóvember sl. fór 10.bekkur á Akureyri að skoða Verkmenntaskólann og Menntaskólann.

Farið var með nemendum Blönduskóla og skemmtilegur dagur varð úr þessari ferð.

Í Verkmenntaskólanum fengu þau leiðsögn tveggja fyrrverandi nemenda Höfðaskóla, þeirra Arons Breka og Guðrúnar Rósar.

Eftir gott hádegishlé í miðbænum var heimavistin skoðuð og vistarstjóri ræddi við nemendur um starfsemi hennar, reglur og kostnað.

Því næst var haldið í Menntaskólann, þar sem stjórn nemendafélagsins flutti kynningu um skólann og síðan var haldið í skoðunarferð um húsnæðið.

Eftir skemmtilegar heimsóknir var haldið á Glerártorg þar sem frítíminn var nýttur til ýmissa verkefna.

Það voru sælir en þreyttir ferðalangar sem komu heim um kvöldmatarleytið, margs fróðari eftir þessa ferð.

Þetta var góð ferð ogr ogr má sjá myndir frá ferðinni, teknar af heimasíðu VMA.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page