Elínborgardagur
Elínborgardagurinn menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg
Mánudaginn 16. nóvember 2015 kl. 18:00
Skv. hefð er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Í Höfðaskóla er dagurinn einnig helgaður minningu Elínborgar Jónsdóttur fyrrverandi kennara við skólann.
Höfðaskóli mun því standa fyrir menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg mánudagskvöldið 16. nóvember n.k.
Eins og undanfarin ár mun nemendafélagið Rán, með dyggri aðstoð foreldra, bjóða upp á kökuhlaðborð að lokinni dagskrá.
Aðgangseyrir á dagskrána er:
1000 kr. fyrir eldri en grunnskólanemendur
500 kr. fyrir grunnskólanemendur
frítt fyrir þriðja barn frá heimili
frítt fyrir leikskólanemendur
Innifalið er aðgangur að kökuhlaðborðinu.
Vonumst við til þess að sjá sem flesta í hátíðarskapi.
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla.