top of page

Söngsalur og næstu dagar

Á morgun er söngsalur í íþróttahúsi og eins og síðast, eru allir velkomnir :-)

Á fimmtudaginn er kirkjuferð, kl 10:30. Ef aðstandendur óska þess að nemendur fari ekki, láta þeir skólastjórnendur vita.

Á föstudaginn eru litlu jól nemenda. Dagskráin er eftirfarandi:

  • Nemendur mæta í skólann kl 09:00 og áætlað er að degi ljúki kl 12:30.

  • Allir safnast saman í íþróttahúsi og dansa í kringum jólatréð kl 10:00, aðstandendur eru velkomnir þessa stund.

  • Þá fara nemendur í heimastofur, fá sér nesti (má koma með gos og nammi, í hófi), skiptast á gjöfum og taka vonandi á móti góðum gestum :-)

  • Að síðustu fá allir jólagraut ala Sigrún :-) Muna eftir skál og skeið.

Gott er að hafa í huga varðandi pakkaskiptin að gjöfin kosti að hámarki 700.-

Ef eitthvað er óljóst, þá hafið þið samband við skólann, stjórnendur eða umsjónarkennara.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page