top of page

Netið og samfélagsmiðlar - erindi 10.mars

Fimmtudag og föstudag ætlar fulltrúi frá Heimili og skóla að heimsækja skólana í Austur-Húnavatssýslu og spjalla við nemendur og foreldra um netöryggi. Fundur með nemendum Höfðaskóla verður á fimmtudagsmorgun og um kvöldið með foreldrum. Sá fundur verður í Félagsheimilinu Blönduósi og hefst kl. 20:30.

Í fræðsluerindinu er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá foreldrar fræðslu um birtingarmyndir rafræns eineltis og alvarlegar afleiðingar óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem bent er á leiðir til að koma netnotkun í jákvæðari farveg. Einnig verður fjallað um ýmsar tæknilegar lausnir, eins og síur, öryggisforrit og fleira.

Vera


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page