top of page

Skíðaferð!

Ágætu forráðamenn.

Eins og fram hefur komið, þá er ætlunin að fara með miðstig og elsta stig á skíði n.k. miðvikudag. Lagt verður af stað frá skólanum um kl. 8:15 og aftur til baka frá skíðasvæðinu um kl.13.

Nemendur taki með sér skíðabúnað (skíði, sleða, snjóþotur, bretti), þ.e. þeir sem slíkt eiga. Aðrir geta fengið leigt (kr.2000).

Nauðsynlegt er að yfirfara allan búnað áður en haldið er í fjallið.

Gjald í lyftur verður greitt af skólanum.

Með í för verða 2-4 kennarar, tveir stuðningsfulltrúar og 2-3 foreldrar. Að auki verða skólastjórnendur á svæðinu.

Ekki gleyma að senda börnin með gott og hollt nesti (morgun-og hádegishressing).

Með góðri kveðju Skólastjórnendur


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page