top of page

Háskólalestin

Ágætu foreldrar/forráðamenn

N.k. föstudag er ætlunin að fara með nemendur 6.-10.bekkja á Blönduós og heimsækja hina svokölluðu háskólalest. Háskólalestin ferðast um landið með lifandi vísindamiðlun til ungs fólks, eins og segir á heimasíðu hennar http://haskolalestin.hi.is/ . Þar segir enn fremur: ,,Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur og jafnvel leikskólabörn og framhaldskólanemendur. Að auki er slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, mælingum og pælingum, að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga"

Lagt verður af stað frá Höfðaskóla um kl. 8:15. Námskeiðin byrja kl. 9 og hefur hver nemandi skráð sig á þrjú námskeið. Stefnt er að því að ljúka upp úr kl. 14. Hádegismatur verður í boði skólans en nemendur þurfa að taka með sér morgunhressingu (drykk/brauðsneið/ávöxt). Svo skal þess getið að á laugardeginum verður háskólalestin í félagsheimilinu á Blönduósi með vísindaveislu fyrir alla fjölskylduna. Vel þess virði að kíkja (sjá auglýsingu á fésbókarsíðu okkar), en þarna gefst nemendum yngri bekkjanna t.d. kærkomið tækifæri til að kíkja á veisluna. Sprengjugengið fræga mætir t.d. á staðinn. Með von um allir muni hafa gagn og gaman af þessari vísindaveislu.

Skólastjórnendur.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page