Lestrarátak Ævars vísindamanns
Við byrjum nýja árið á fullum krafti og tökum að sjálfsögðu þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Reglurnar eru hér:
1. Það má lesa hvaða bók sem er.
2. Á hvaða tungumáli sem er.
3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með.
4. Allir krakkar í 1. - 7. bekk mega taka þátt. Fyrir hverjar þrjár bækur sem þið lesið fáið þið lestrarmiða, fyllið út og skilið á skólabókasafnið, sem mun svo koma þeim til skila. Í byrjun mars verður dregið úr öllum innsendum lestrarmiðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi geimverubók eftir Ævar vísindamann, Gestir utan úr geimnum, sem kemur út í apríl.
Í síðustu tveimur átökum voru lesnar meira en 114 þúsund bækur. Það verður einstaklega spennandi að sjá hvernig okkur gengur í ár. Áfram lestur!