top of page

Smásögukeppni FEKÍ

FEKÍ (Félag enskukennara á Íslandi) hefur undanfarin 7 ár staðið fyrir smásagnakeppni sem haldin er í tengslum við Evrópska tungumáladaginn. Nemendur í 4.-10. bekk í grunnskólum landsins sem og nemendur framhaldsskóla geta tekið þátt í þessari keppni. Það eru 11 verðlaunasæti, 1.-3. sæti í þremur riðlum, í 7.-8. bekk, 9.-10. bekk og á framhaldsskólastigi og síðan 1.-2. sæti í riðlinum 4.-6. bekkur. Nemendur eiga að skrifa sögurnar sínar út frá fyrirfram gefnu þema. Í ár snerist þemað um Roots (rætur).

Í vetur tók Höfðaskóli tók þátt í fyrsta sinn í þessari keppni og er gaman að segja frá því að Laufey Lind Ingibergsdóttir nemandi í 10. bekk sigraði í riðlinum 9.-10. bekkur yfir landið með sögu sinni The tree. Við óskum Laufeyju Lind innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaunaafhendingin fór fram að Bessastöðum föstudaginn 3. mars s.l., þar sem forsetafrú Íslands, Eliza Reid, setti athöfnina. Eliza Reid og stjórn FEKÍ afhentu svo sigurvegurum verðlaunin.


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page