top of page

Samræmdum prófum lokið hjá 9. og 10. bekk

Eins og um hefur verið rætt í þjóðfélaginu, þá voru samræmd próf með öðru sniði nú en áður. Bæði tóku 9. og 10. bekkur prófin. En eftirleiðis mun þau einvörðungu vera lögð fyrir 9. bekk.

Prófað var í þremur greinum, íslensku, stærðfræði og ensku. Öll prófin voru á tölvutæku formi og reyndi því vel á tölvukost skólans.

Við erum afskaplega stolt af þessu frábæru nemendum sem lögðu sig allir fram og gerðu sitt besta í hvívetna.

Eftir að síðasta prófið var lokið fóru nemendur upp í Skíðaskálann, með tveimur foreldrum (Guðmundi Agli og Þresti). Auk þess voru Helga G og Elva Þ. sem voru með nemendum fram að hádegi næsta dags.

Afskaplega skemmtileg ferð í alla staði :-)

Erfitt reyndist þó að finna mynd, þar sem allir sjást, eru mögulega brosandi og snúa að myndavélinni - því fá nokkrar myndir að fylgja þessari frétt :-)

TIL HAMINGJU KRAKKAR - ÞIÐ ERUÐ SNILLINGAR !


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page