top of page

Vordagar

Í gærkvöldi var lokasýning á "Allt er nú til". Ofboðslega flott sýning þar sem unglingarnir okkar blómstruðu undir handleiðslu Ástrósar Elísdóttur. Til hamingju með frábæra sýningu!

Sundið byrjaði á mánudaginn var og verður út skólaárið. Það eru því ekki íþróttatímar hjá Finnboga en nemendur eru hjá kennara í almennri bekkjarkennslu eða íþróttum (val kennara) í þeim tímum sem þeir ættu að vera í íþróttum.

Á miðvikudaginn, 24. maí, munu 1. og 2. bekkur bjóða aðstandendum til vorfagnaðar í Glaumbæ, kl 09:00 - 10:00.

Prófum er að ljúka eða er lokið á mið- og unglingastigi. Flippdagur er mánudaginn 29. maí og skólaslit 30. maí. En þann dag er jafnframt starfsdagur kennara og mæta nemendur því einungis við skólaslit.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page