Vordagar
Í gærkvöldi var lokasýning á "Allt er nú til". Ofboðslega flott sýning þar sem unglingarnir okkar blómstruðu undir handleiðslu Ástrósar Elísdóttur. Til hamingju með frábæra sýningu!
Sundið byrjaði á mánudaginn var og verður út skólaárið. Það eru því ekki íþróttatímar hjá Finnboga en nemendur eru hjá kennara í almennri bekkjarkennslu eða íþróttum (val kennara) í þeim tímum sem þeir ættu að vera í íþróttum.
Á miðvikudaginn, 24. maí, munu 1. og 2. bekkur bjóða aðstandendum til vorfagnaðar í Glaumbæ, kl 09:00 - 10:00.
Prófum er að ljúka eða er lokið á mið- og unglingastigi. Flippdagur er mánudaginn 29. maí og skólaslit 30. maí. En þann dag er jafnframt starfsdagur kennara og mæta nemendur því einungis við skólaslit.