Námsefniskostnaður
Töluvert hefur verið rætt um að mikinn kostnað vegna ritfangakaupa o.fl. sem fellur á foreldra á hverju hausti. Í Höfðaskóla hefur verið boðið upp á að foreldrar 1. - 7. bekkjar greiði ákveðna upphæð til námefniskaupa og hefur kennari innan skólans séð um þau innkaup.
Á fundi sveitarstjórnar í vor var samþykkt að sveitarfélagið myndi greiða fyrir öll námsgögn nemenda, ekki þó spjaldtölvukaup en líklega verða þau kaup styrkt sem sama hætti og verið hefur. Það eru nemendur 8. bekkjar sem hafa átt kost á þeim styrk og fá foreldrar þeirra nemenda upplýsingar um það þegar líða fer að hausti.
Með þessari samþykkt hefur sveitarfélagið stigið stórt skref í að jafna stöðu nemenda.