top of page

Milkywhale - morgungleði :-)

Í morgun fóru allir nemendur skólans í Fellsborg að hlusta á hljómsveitina Milkywhale. Það var mjög gaman, á meðfylgjandi myndum erum við m.a. nýmætt á svæðið, allir fremur rólegir og óvissir um hvað var í vændum. Hins vegar þegar líða tók á og í lokin voru allir farnir að hoppa um og dansa. Einstaklega skemmtileg stund :-)

Aðeins um Milkywhale:

"Milkywhale er danshljómsveit skipuð danshöfundinum og söngkonunni Melkorku Sigríði Magnúsdótttur og tónlistarmanninum Árna Rúnari Hlöðverssyni (FM Belfast, Prins Póló). Saman hafa þau skapað röð popplaga eftir textum Auðar Övu Ólafsdóttur rithöfundar, nokkurs konar sjónrænt ferðalag inn í hljóðheima og dansflutning. Þessir epísku tónleikar fjalla meðal annars um smávægilega hluti líkt og ástina, trampólínæfingar, hvali og hvít dýr. Milkywhale hefur hlotið frábæra dóma en sveitin spilaði fyrst opinberlega á Airwaves 2015 en Reykjavik Grapevine lýsti hljómsveitinni á þennan veg: "Milkywhale er skál af Skittles blönduð átta tvöföldum expressos, toppuð með gleðinni sem fylgir því að fá nýjan hvolp og trampólín á jóladagsmorgni. Milkywhale hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hérlendis og erlendis og meðal annars spilað á Sónar Reykjavík, Canadian Music Week og Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Tónlistarmyndband við lagið Birds of Paradise https://www.youtube.com/watch?v=tamBbhdpCn8 Milkywhale live á tónleikum https://www.youtube.com/watch?v=yEookKx22Ec"


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page