top of page

Laugar - ferðasaga

Laugaferð 9. bekkjar

Við lögðum af stað hress og kát á mánudagsmorgni þann 16. október. Spenningur var mismikill þar sem ekki mátti taka með sér snjalltækinu og sælgæti. Við fórum með þessum dásamlega bíl sem sér um skólaakstur út á Skaga dagsdaglega.

Er við renndum í hlað á Laugum var enginn sem tók á móti okkur úti á hlaði en við létum það fram hjá okkur fara og buðum okkur sjálf velkominn á staðinn, tilbúin í dagskrána.

Flestum okkar fannst loftið vera tært og gott og nutum við þess.

Stíf og mikil dagskrá var þessa vikuna og það sem við gerðum var meðal annars að fara í gönguferð á bæinn Hól og skoðuðum dýrin þar. Þar sem þema svo dvalar er jákvæðni, þátttaka og traust unnum við alls konar verkefni tengd því. Námið þarna fer fram í gegnum leik og var dvalargestum þessa vikuna skipt í tvö lið, þar sem bláa liðið sigraði rauða liðið í keppnum vikunnar.

Með okkur voru nemendur 8. og 9. bekkja á Grundarfirði og dansk/þýskir nemendur. Það sem stóð uppúr var traust gangan, þar sem gengið er með bundið fyrir augun, drauga-og álfasagan og klifurveggurinn.

Gigga var fararstjórinn okkar og hún var æði og gerði ferðina enn skemmtilegri.


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page