top of page

Jólaról


Nú styttist óðum í jólafrí og eru næstu dagar bæði hefðbundnir sem óhefðbundnir.

Í dag buðu nemendur 2. og 3. bekkjar aðstandendum til jólagleði, þar sem var sungið og leikið. Einstaklega skemmtileg stund.

Á morgun, fimmtudag, ætlum við að vera með jólaföndur kl 8:30 - 10:00. Allir bekkir taka þátt og geta valið sér þau verkefni sem þeim langar að gera.

Á þriðjudaginn verður farið í kirkju kl 09:00. Þar verður lesin jólasaga og sungin jólalög.

Á miðvikudaginn eru litlu jólin hjá okkur með hefðbundnu sniði. Þau byrja kl 09:00 (nemendur mæta þá) og eru til 12:00. Þá er skóla lokið og allir komnir í jólafrí :-) Nemendur skiptast á jólagjöfum þennan dag, miðað er við að innihald pakkans kosti 500.- til 1000.-

Skólastarf hefst svo að nýju fimmtudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.


Fréttasafn
Leit eftir atburðum
No tags yet.
bottom of page