top of page

Höfðaskóli - opið hús

Í dag, miðvikudaginn 7. febrúar, var opið hús í skólanum í tilefna þeirra miklu breytinga sem ráðist var í síðastliðið sumar. Þær breytingar fólu m.a. það í sér að nú fer öll kennsla fram (utan íþrótta- og sundkennslu) undir sama þaki. Efri hæð skólahússins var nánast öll tekin í gegn og er þar nú kaffistofa starfsmanna, vinnuaðstaða kennara, bókasafn og kennslustofur mið- og unglingastigs.

Það var ánægjulegt að sjá hve margir sáu sér fært að koma og skoða aðstæður og sjá nemendur sem starfsfólk að störfum.

Sveitarfélagið bauð gestum upp á vöfflur og með því, sem nemendur og aðstandendur 10.bekkjar sjáu um að framreiða. Hér má sjá vöfflugengið að verkefni loknu.


 
Fréttasafn
Leit eftir atburðum

Höfðaskóli 

Bogabraut 2

545 Skagaströnd

hofdaskoli@hofdaskoli.is
Sími: 452-2800

 

 

Frístund: 867 9725

 


 

Hús skólans eru opin sem hér segir: 

Skóli: 7:30 - 17:00 

Íþróttahús: 7:40 - 20:00 

bottom of page