Viðurkenning fyrir smásögu
Á hverju ári hefur Félag enskukennar á Íslandi (FEKÍ) efnt til smásögukeppni. Það eru fjórir aldurskiptir hópar, nemendur í 5. bekk og yngri, nemendur í 5. - 7. bekk, nemendur í 8. - 10. bekk og framhaldsskólanemendur. Hver skóli getur sent þrjár sögur fyrir hvern hóp. Höfðaskóli sendi í annað sinn sögur í keppnina og í annað sinn vorum við með sigurvegara! Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir í 10. bekk fékk viðurkenningu fyrir smásöguna "Dreams". Hún tók við viðurkenningunni að Bessastöðum 8. mars síðastliðinn og var það frú Eliza Reed sem afhenti þau.